Beint á efnisyfirlit síðunnar

Peter Garajszki úr Breiðabliki í 50 skriði á EM Garpa

02.09.2022Peter Garajszki úr Breiðabliki varð nú rétt áðan 15. af 66 keppendum í 50 metra skriðsundi hér á EM Garpa í Róm. Hann synti greinina á 26,22 sekúndum. Peter, sem syndir í aldursflokknum 40-44 ára, var ekki mjög ánægður með árangur sinn og sagðist hafa ætlað sér meira, þegar hann kom upp úr lauginni áðan. Peter á eina grein eftir, 100 metra skriðsund sem fer fram á sunnudagsmorgun.

Myndir með frétt

Til baka