Peter Garajszki á EM Garpa í Róm
01.09.2022Peter Garajszki keppti í dag á EM Garpa í Róm. Hann keppti í 50 metra flugsundi og kom í bakkann á 28,75 sekúndum en var skráður inn í greinina 28:38 sekúndum. Hann synti í 16. riðli á 2. braut og kom nr. 18 í sínum aldursflokki (40-44). Peter sagðist hafa skráð sig í 50 metra flugsund til að fá tilfinningu fyrir keppninni en hans aðalgreinar eru 50 metra skriðsund í seinni hlutanum á morgun 2.september og svo 100 metra skriðsund á sunnudagsmorgun, en það er einnig síðasti keppnisdagur á EM Garpa.