Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tveir dómarar á EM50 2022

12.08.2022

Við hjá SSÍ erum svo heppin að hafa tvo dómara með okkur hér í Róm, en þau standa vaktina hér nánast allan daginn við sundlaugarbakkann.

Það eru alþjóðadómararnir, Björn Valdimarsson og Ingibjörg Ýr Pálmadóttir sem taka þátt í EM50 að þessu sinni.

Björn og Ingibjörg eru mjög reyndir dómarar og hafa áður tekið þátt í stórmótum sem þessum.  Við náðum nokkrum myndum af þeim í morgun en fáum vonandi að sjá og heyra í þeim á næstu dögum.

Þau voru alsæl þegar við hittum þau í morgun og tilbúin í daginn.

Til baka