Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ylfa Lind og Nadja syntu 50m skriðsund í morgun

29.07.2022

Ylfa Lind Kristmansdóttir og Nadja Djurovic syntu 50m skriðsund á lokadegi EYOF í morgun.

Ylfa Lind synti á tímanum 27.64, sem er nálægt hennar besta tíma, 27.31 og varð í 28. sæti.

Nadja synti á tímanum 27.89 en hennar besti tími er 27.23, hún varð í 33. sæti.

Birnir Freyr syndir til úrslita í dag í 100m flugsundi, það er því spennandi dagur framundan.

Sundið hans hefst kl 17:11 á íslenskum tíma.

 

Myndir með frétt

Til baka