Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birnir Freyr fimmti í 100m flugsundi á EYOF

29.07.2022

Birnir Freyr synti rétt í þessu til úrslita í 100m flugsundi á EYOF. Hann synti á tímanum 55:64 og varð í 5. sæti og bætti aftur tímann sinn síðan í gær, 55:73.

Hann gerði sér lítið fyrir og bætti um leið unglingametið í greininni síðan 2009.

Gamla metið átti Sindri Jakobsson, 55:67.

Frábær árangur hjá Birni á þessu móti.

Þá er sundhlutanum á EYOF lokið og við hjá SSÍ erum afar stolt af sundfólkinu og óskar þeim til innilega hamingju með mótið

    
Til baka