Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður synti 100m skriðsund í morgun á HM50

22.06.2022

 

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti nú í morgun 100m skriðsund á HM50 sem fram fer í Búdapest.  Snæfríður synti í fjórða riðli af sjö. Hún sigraði riðilinn sinn og synti á tímanum 56:31 og varð í 26.sæti af 49 keppendum. Þetta er besti tími Snæfríðar á tímabilinu og jöfnun á öðrum besta tíma hennar frá upphafi. Besti tími hennar er síðan á ÓL í Tokyo fyrir ári síðan, 56:15.

Íslandsmetið í greininni á Ragnheiður Ragnarsdóttir, 55:66, sem hún setti árið 2009.  Til að komast inn í 16 liða úrslit sem synt eru síðar í dag þurfti að synda á tímanum 54:56

Snæfríður hefur lokið keppni á HM50 en nú hefst undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið í 50m laug, sem hefst 11. ágúst í Róm á Ítalíu.

Myndir með frétt

Til baka