Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsmeistaramótið í 50m braut hefst laugardaginn 18. Júní.

17.06.2022

 Heimsmeistaramótið í 50m braut hefst laugadaginn 18. Júní.

 

Þá er komið af stærsta sundmóti ársins, en það er Heimsmeistaramótið í 50m laug sem haldið verður í Búdapest í Ungverjalandi.

 

Ísland á tvo glæsilega fulltrúa á mótinu, það eru Ólympíufararnir okkar frá síðasta ári, þau Anton Sveinn Mckee úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Snæfríður Sól Jórunnardóttir frá Aalborg Svömmeklub.

 

Undirbúningur síðust daga hefur gengið vel, en íslenski hópurinn mætti til Búdapest á þriðjudaginn. Auk Antons og Snæfríðar eru í hópum Eyleifur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Hlynur Skagfjörð Sigurðsson sjúkraþjálfari.

Keppt er í undanrásum að morgni og hefjast þær klukkan 9.00 (07:00 ísl) ,16 manna úrslit fara fram á kvöldin og hefjast klukkan 18.00 að staðartíma (16:00 isl).

 

RÚV mun sýna frá úrslitahlutum á mótinu og er fyrsta útsendingin er kl 16:00 á morgun laugardag.

 

Dagskrá íslenska hópsins lítur svona út:

 

Laugardaginn 18. Júní
Kl. 10.35              100m bringusund karla                Anton Sveinn Mckee

 

Mánudagurinn 20. Júní
Kl. 9.14                200m skriðsund kvenna               Snæfríður Sól Jórunnardóttir

 

Miðvikudagurinn 22. Júní
Kl. 9.00                100m skriðsund kvenna               Snæfríður Sól Jórunnardóttir
kl. 9.45                200m bringusund karla                Anton Sveinn Mckee

 

 

Heimasíða HM50:
https://fina-budapest2022.com/

 

Úrslistasíða HM50:
https://www.omegatiming.com/2022/19th-fina-world-championships-sw-live-results?fbclid=IwAR3fcFr4LrhD6flvBjFCKaVgHUzPJiakI8-HvKQ1RvXQ7E3G8B2Ss2LURHg

 
Til baka