Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábært tækifæri fyrir metnaðarfull félög

25.04.2022

 

Þann 8. maí næstkomandi fáum við góða heimsókn frá Danmörku.

Hingað til lands kemur Brian Marshall til að halda námskeið í E- sal í húsakynnum ÍSÍ, frá kl 13:00 – 16:00, sunnudaginn 8. maí.

Brian Daniel Marshall er yfirmaður landsliðsmála í sundi hjá Parasport Danmark og framkvæmdastjóri Svømmeklubben FREM-Odense.
Brian er einnig ráðgjafi hjá félögum og mentor þjálfara og leiðtoga, en meðal viðskiptavina hans eru finnska sundsambandið sem og félög og þjálfarar víða í Evrópu.
Brian var áður félags- og landsliðsþjálfari á Íslandi og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.

Námskeiðið er ætlað þeim sem geta talist leiðtogar í sínu félagi eða íþróttahreyfingunni s.s. stjórnarmenn, þjálfarar og annað lykilstarfsfólk. Það er því félögum í hag að senda þangað sína þjálfara og stjórnarmenn svo að allir séu á sömu blaðsíðu um það hvernig félagið geti haldið áfram að þróa sitt starf, byggt upp sinn kúltúr og mótað skýra stefnu varðandi árangur sundfólks.

Heimasíða: brianmarshall.dk

Styður kúltúrinn í félaginu þínu við þann árangur sem þú sækist eftir.pdf
Is the culture in your club supporting the results you want.pdf

Vinsamlega skráið ykkur hjá ingibjorgha@iceswim.is fyrir 1.maí.


Til baka