Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn með fyrirlestra, laugardaginn 11. desember

08.12.2021
Þessar upplýsingar voru sendar út til þjálfara og formanna föstudaginn 3. des.s.l.

SSÍ ætlar í samstarfi við Anton Svein McKee að bjóða upp á tvo fyrirlestra laugardaginn 11. desember nk. Eins og allir vita þá er Anton Sveinn okkar fremsti sundmaður.

Hann hefur tekið þátt á þrennum Ólympíuleikum, mörgum Evrópu- og heimsmeistarmótum. Hann á fjöldan allan af Íslandsmetum og hann á einnig 3 norðurlandamet í 25m laug.  

Anton er í dag nr. 13 á heimslista Fina í 200m bringusundi og nr 8 í Evrópu.

 

Anton Sveinn mun fara um víðan völl í þessum fyrirlestrum og mun í lokin svara spurningum ef svo ber undir.

 

Fyrirlestrarnir verða tveir:

  • KL 13:00 Fyrir 6. – 10. bekk í D – sal í húsakynnum ÍSÍ

 

  • KL 14:30 fyrir menntaskólaaldur og eldri, í D- sal í húsakynninum ÍSÍ

 

Þar sem við vitum ekki hvernig samkomutakmörkunum verður háttað þann 11. desember, þá  biðjum við ykkur vinsamlega að skrá ykkur á linkinn hér fyrir neðan :

Grunnskóli KL 13:00

https://forms.gle/6nybDZdeY7WE5DEZ8

 

Framhaldsskóli kl 14:30

https://forms.gle/gZW1WAz6pc1LN16D9

Til baka