Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fortíðarföstudagsfrétt

27.08.2021
„Guðfinnur Ólafsson, formaður Sundsambands Íslands, var mjög ánægður með árangurinn á mótinu. 
„Þetta er besti árangur sem við höfum náð á stórmóti. Sundfólkið er allt á uppleið og þjálfunin greinilega á réttri leið," sagði Guðfinnur.
Hann sagði að breiddin væri nú meiri en áður og ekki óhugsandi að við ættum fjóra til fimm sundmenn á næstu Ólympíuleikum. „Ragnheiður hefur sýnt og sannað að hún er
að komast í allra fremstu röð og hefur margsinnis náð ÓLlágmörkum.
Hún náði að komast í A-úrslit í 200 metra bríngusundi og var alveg við það að sleppa inn í 100 metra bringusundi. Magnús Már, Arnar Freyr og Ingibjörg eru öll rétt við ÓL-lágmörkin og ættu að geta náð þeim. Magnús og Ingibjörg náðu bæði að komast í B úrslit og er það vel," sagði Guðfinnur. 
Hann sagði að nú þyrfti að hlúa vel að sundfólkinu og gera því kleift að æfa af fullum krafti fyrir Ólympíuleika. „Þetta er alltaf spurning um peninga og þeir hjá Afreksmannasjóði ISÍ ættu að skoða þennan góða árangur íslenska liðsins við næstu úthlutun úr sjóðnum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og krakkarnir eru tilbúnir að leggja enn harðar að sér en áður til að gera betur."“

 

Svona leit grein Íþróttablaðs Morgunblaðsins út þann 27. ágúst 1991 en fyrir 30 árum síðan fór Evrópumeistaramótið í 50m laug fram í Aþenu í Grikklandi. Íslendingar náðu frábærum árangri á mótinu eins og sést í textanum hér að ofan. Meðal annars voru 11 Íslandsmet sett á mótinu.

Aðrar greinar tengdar mótinu og ítarlegri umfjöllun má sjá þessum skemmtilegu skjölum.

Ragga 7 sæti á EM50.pdf

EM50 í Aþenu.pdf

EM50 Aþena 2.pdf

Til baka