Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sunddeild Fjölnis leitar að þjálfara

01.08.2021

Sunddeild Fjölnis óskar eftir þjálfurum til starfa við metnaðarfulla deild í uppvexti, í haust þegar nýtt tímabil hefst. Æskilegt er að viðkomandi einstaklingar hafi menntun á sviði sundþjálfunar og reynslu af þjálfarastörfum. Helstu verkefni næsta tímabils er að sinna uppbyggingu deildarinnar og þróun starfsins í samráði og samstarfi við stjórn.

Leitað er að þjálfara í sundskóla deildarinnar.


Menntunar- og hæfniskröfur:
• þekking og reynsla af sundi og sundþjálfun og/eða menntun á sviði sundþjálfunar
• góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
• færni í samskiptum
• metnaður og frumkvæði
• góð íslenskukunnátta
• hreint sakavottorð
• lágmarksaldur 18 ára


Nánari upplýsingar veitir stjórn deildarinnar á netfanginu sund@fjolnir.is, hjá formanni deildarinnar Ingibjörgu Kristinsdóttur s: 8993674, eða varaformanni Þórði Ásþórssyni s:7750407.

Senda skal umsóknir ásamt menntunar- og ferilskrá á netfangið sund@fjolnir.is  Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Til baka