Beint á efnisyfirlit síðunnar

Annar hluti NÆM

10.07.2021Sunna Arnfinnsdóttir hóf seinni hlutann í dag á 400 metra fjórsundi. Hún synti á 5:24,96 en hún á best 5:16,97. Sunna hafnaði í 12 sæti af 16 keppendum. Veigar Hrafn tók við hjá strákunum og synti 400 metra fjórsund á 4:47,09 en á best 4:42,84, hann varð í 4. sæti af 13 keppendum.

Þá var rōðin komin að Sunnevu Bergmann og Nadju í 200 metra skriðsundi. Sunneva bætti sinn fyrri tíma úr 2:15,57 í 2:14,82. Nadja synti í öðrum riðli og bætti sig einnig, átti 2:14,53 og fór á 2:13,67. Stelpurnar enduðu í 9. og 10. sæti af 15 keppendum.

Í 200 metra skriðsundi pilta synti Guðmundur Karl á tímanum 2:00,28 sem er, u.þ.b. sekúndu frá hans besta tíma, 1:59,6. Þessi tími gaf 11. sæti af 19 keppendum.

Birnir Freyr synti síðustu einstaklingsgreinina í dag, 100 metra flugsund. Birnir átti flottan sprett og bætti sinn fyrri tíma úr 57,75 í 57,42. Þessi tími skilaði Birni í 5. sæti af 19 keppendum.

Stúlkurnar syntu 4x100 metra skrið á 4:14,63 og urðu í 7. sæti af 7.

Þriði og síðasti hluti mótsins verður á morgun sunnudag.

Myndir með frétt

Til baka