Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sunna, Nadja og Elísabet með NÆM lágmark

05.06.2021

Fyrri úrslitahluti Sumarmóts SSÍ kláraðist rétt í þessu en þá voru syntir úrslitariðlar í þeim greinum sem fram fóru í morgun. Þá var hraðasti riðill í 400m fjórsundi og 800m skriðsundi kvenna og 400m skriðsundi karla syntur nú seinni partinn.

Helstu afrek mótshlutans náðu Sunna Arnfinnsdóttir úr Ægi, Nadja Djurovic úr Breiðabliki og Elísabet Jóhannesdóttir úr ÍRB. Sunna synti 400m fjórsund undir lágmarki á Norðurlandameistaramót Æskunnar (NÆM) sem fram fer í Litháen í byrjun júlí. Lágmarkið er 5:20,27 en hún synti á 5:16,97. Þær Nadja og Elísabet náðu báðar NÆM lágmarkinu í 800m skriðsundi sem var síðasta grein dagsins. Nadja hafnaði í öðru sæti í greininni á tímanum 9:42,16 og Elísabet varð þriðja á tímanum 9:45,20. Lágmarkið er 9:45,98.

Seinni helmingur mótsins fer fram á morgun en undanrásir hefjast kl. 9:00 og úrslit kl. 16:00. 

Úrslitasíða mótsins: live.swimrankings.net/29923

Bein vefútsending: www.youtube.com/sundsambandid

Til baka