Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 metra skriðsund á 5.degi

21.05.2021

Þær Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir voru mættar í fyrstu grein dagsins, 100 metra skriðsund, hér á EM50 í Búdapest.

Snæfríður Sól synti í þriðja riðli á fyrstu braut og lauk keppni á tímanum 56,63 sekúndum sem er alveg við hennar besta tíma (56,32). Hún endaði í 52.sæti í greininni.

Jóhanna Elín var í öðrum riðli á sjöttu braut og lauk sínu sundi á 57,35 sekúndum em er betri tími en hún hefur áður sett í greininni. (57,61) og varð í 58.sæti í greininni. Hún var að vonum mjög ánægð með árangurinn sinn og getur tekið ýmislegt með sér inn í áframhaldandi sundiðkun.

Ragnheiður Ragnarsdóttir á Íslandsmetið í greininni, en það er 55,66 sekúndur og sett í Reykjanesbæ árið 2009.

Á morgun synda þau Jóhanna Elín 50 metra flugsund og Dadó Fenrir 50 metra skriðsund. Að auk syndir boðsundssveitin okkar 4x100 metra skriðsund í blönduðum flokki. Í þeirri sveit synda auk Jóhönnu og Dadós þau Kristinn Þórarinsson og Snæfríður Sól.

Myndir Simone Castrovillari/SSÍ

Myndir með frétt

Til baka