Beint á efnisyfirlit síðunnar

50 metra baksund á EM50

18.05.2021

Steingerður Hauksdóttir synti í dag 50 metra baksund á tímanum 29,43 sekúndur, varð þriðja í sínum riðli og lenti í 40. sæti í greininni.

Með þessu sundi bætti hún tíma sinn í greininni sem var markmiðið fyrir sundið og hún var að vonum ánægð með það.

Steingerður synti þessa grein á þessu ári, á ÍM50 á tímanum 29,49 sekúndur og en hennar besti tími til þessa er frá síðasta ári þegar hún synti á 29,46.

Í sama riðli, á næstu braut við hliðina á Steingerði, synti Færeyingurinn Signhild Joensen en hún varð fimmta í riðlinum á tímanum 29,64 sekúndur. Signhild er eini færeyski keppandinn á EM50 að þessu sinni og íslenski hópurinn reynir að aðstoða hana eftir bestu getu.

Íslandsmetið í greininni, 28,53 sekúndur, á Ingibjörg Kristín Jónsdóttir en hún setti það hér í Búdapest á HM50 2017.

Myndir með frétt

Til baka