Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM50 hefst í dag - Í beinni á RÚV

17.05.2021

Evrópumeistaramótið í 50m laug hefst í dag í Búdapest í Ungverjalandi þar sem við Íslendingar eigum 5 keppendur.

Þrjú eiga sund á fyrsta degi en það eru þau Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Steingerður Hauksdóttir í 50m skriðsundi og Kristinn Þórarinsson í 50m baksundi. 

RÚV verður með beina útsendingu frá öllum úrslitahlutum mótsins og hefjast þeir kl. 15:55 að íslenskum tíma. 

Undanrásirnar hefjast kl. 8:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með framgangi íslensku keppendanna, ráslista, dagskrá og úrslit hér: 
http://budapest2020.microplustiming.com/indexBudapest2021_web.php

Til baka