Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfólk undirritaði samstarfssamning

04.05.2021

Á dögunum fékk Sundsamband Íslands úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ og skrifaði í framhaldi af því undir styrktarsamninga við þau Anton Svein McKee, Dadó Fenri Jasminuson, Jóhönnu Elínu Guðmundsdóttur, Steingerði Hauksdóttur, öll úr SH, Kristinn Þórarinsson, Fjölni og Snæfríði Sól Jórunnardóttur, AGF. 

Anton Sveinn er í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í lok júlí í sumar en restin af hópnum er öll á leið á EM50 í Búdapest sem hefst 17. maí nk. 

Björn Sigurðsson formaður SSÍ undirritaði samningana fyrir hönd SSÍ.

Myndir með frétt

Til baka