Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öðrum degi lokið á ÍM50

24.04.2021

Eftir fjörugan dag í lauginni í beinni útsendingu á RÚV bættist í hóp þeirra sem fara fyrir Íslands hönd í landsliðsverkefni í sumar og eitt piltamet féll.

Piltasveit SH í 4x100m skriðsundi í lok úrslitahlutans í kvöld. Þeir syntu á tímanum 3:40,28 og bættu metið, sem var í eigu SH frá því síðasta sumar, um 1,72 sek. 
Sveitina skipuðu þeir Daði Björnsson, Veigar Hrafn Sigþórsson, Bergur Fáfnir Bjarnason og Birnir Freyr Hálfdánarson.

Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki setti stúlknamet í 800m skriðsundi þegar hún sigraði greinina á tímanum 9:09,32 en sá tími er einnig undir EMU lágmarkinu, sem er 9:19,56. Gamla metið var 9:09,94 frá árinu 2015.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Ármanni setti telpnamet í 50m flugsundi en hún hafnaði önnur á tímanum 29,77. Gamla metið var 30,04 frá 2013.

Kristinn Þórarinsson úr Fjölni staðfesti tímann inn á EM50 en hann synti og sigraði 50m baksund á tímanum 26,50 sek. Hann þurfti að fara undir 26,66 til að bóka farmiðann.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH náði sínu öðru EM50 lágmarki þegar hún sigraði 50m flugsund á tímanum 27,67 en lágmarkið fyrir 18-20 ára inn á mótið er 27,73. Áður hafði hún náð lágmarki í 50m skriðsundi.

Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki náði EMU lágmarki í 200m skriðsundi en hún sigraði greinina á tímanum 2:07,14. Lágmarkið er 2:08,20. Hún hafði þegar náð lágmarkinu í 400m skriðsundi.

Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH synti undir lágmarkinu á NÆM í 1500m skriðsundi í morgun en hafði áður náð lágmörkum í 400m skriðsundi, 200m baksundi og 400m fjórsundi.

Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB synti undir lágmarkinu á EMU í 400m fjórsundi en hafði þegar náð því fyrir mótið.

Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH synti undir lágmarkinu á NÆM í 200m fjórsundi en hafði þegar náð því fyrir mótið.

Þær Katja Lilja Andriysdóttir úr SH og Katla María Brynjarsdóttir úr ÍRB syntu báðar undir NÆM lágmarkinu í 800m skrið en þær höfðu náð því fyrir mótið.

Til baka