Beint á efnisyfirlit síðunnar

NOM á Íslandi 8-10. október 2021

30.03.2021

Opna Norðurlandamót garpa í sundi (NOM) fer fram á Íslandi dagana 8-10. október 2021.

Þetta fékkst staðfest af NSF, Norræna Sundsambandinu, í morgun. SSÍ átti upphaflega að halda mótið á næsta ári en Færeyingar voru skráðir mótshaldarar í ár.

SSÍ sótti hinsvegar um að skipta við Færeyingana en mótið verður þannig partur af afmælisveislu sambandsins sem varð 70 ára þann 25. febrúar 2021.

NOM var síðast haldið hér á landi árið 2013 en þá mættu 233 keppendur frá 8 löndum til leiks. 

Ekki er búið að staðfesta hvar mótið verður haldið en það verður gefið út síðar.

Mynd: Ragna María Ragnarsdóttir, Ægi og Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, UMSB í upphitun á EM garpa í London árið 2016.
Til baka