Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM50 hópurinn valinn

30.03.2021

Þar sem undirbúningur fyrir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug (ÍM50) getur ekki farið fram með eðlilegum hætti vegna nýrra samkomutakmarkana, sem tóku gildi 25. mars, hefur Sundsamband Íslands samþykkt tillögu landsliðsnefndar og tekið ákvörðun að velja hóp einstaklinga til þátttöku á EM50 fyrir Íslands hönd út frá þeim árangri sem náðst hefur á RIG og Ásvallamótinu sem haldin voru í byrjun febrúar og mars sl. 

Markmiðið með þessari ákvörðun er að gefa sundfólkinu tækifæri á að undirbúa sig betur fyrir EM50, sem ætti að skila sér í betri árangri þar. Ætlast er til þess að sundfólk í valinu staðfesti árangur sinn til að tryggja sér endanlega þátttökurétt á EM50 með því að synda ekki mera en 1,5% frá EM-lágmörkum á ÍM50.

Í skoðun er hvernig við leysum aðra þætti hvað varðar ÍM50. Undanþága er í vinnslu hjá Heilbrigðisráðuneytinu um að halda mótið í Laugardalslaug, helgina 23. – 25. apríl nk. SSÍ er einnig að vinna að plani B, ef ekki fæst undanþága fyrir ÍM50.

Hvað varðar NÆM og EMU, þá hefur ákvörðun verið tekin um að bjóða upp á eitt auka mót helgina 4. – 6. júní til að ná lágmörkum. Staðsetning og fyrirkomulag þessa móts verður klárt fyrir ÍM50 helgina.

Eftirtaldir einstaklingar hafa synt innan við 2% frá uppgefnum lágmörkum fyrir EM50 og eru þessvegna valin í hópinn:

Dadó Fenrir Jasminuson, SH                            50m skriðsund
Kristinn Þórarinsson, Fjölni                               50m baksund
Patrik Viggó Vilbergsson, Breiðabliki                1500m skriðsund
Steingerður Hauksdóttir, SH                             50m baksund

Eftirtaldir einstaklingar hafa þegar tryggt sér þátttökurétt á EM50 með lágmörkum:

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH                   50m skriðsund
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Aalborg              200m skriðsund

Þessi listi er þó ekki tæmandi þar sem enn er hægt að komast í þennan hóp á ÍM50.


Til baka