Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breytt dagsetning á EYOF

05.05.2020

Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) sendi í dag út tilkynningu um að fyrirhugaðri Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem var á dagskrá í héraðinu Banská Bystrica í Slóvakíu sumarið 2021, hefur verið seinkað um eitt ár.


Ný dagsetning er 24. til 30. júlí 2022.

Þessi breyting er vegna nýrra dagsetninga á Sumarólympíuleikunum í Tókýó, en ómögulegt var talið að halda Ólympíuhátíðina á sama tímabili og Ólympíuleikarnir fara fram í Japan.

Til baka