Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn fimmti hraðasti í heimi 2019

12.12.2019

Heims- og Evrópulistar FINA og LEN hafa nú verið uppfærðir eftir Evrópumeistaramótið í 25m laug sem lauk í Glasgow á sunnudag.

Eftir frábæran árangur á mótinu er Anton Sveinn McKee kominn mjög ofarlega heimslistum í 25m lauginni í sínum greinum.

  • Í 50m bringusundi er hann 11. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 24. hraðasti frá upphafi.
  • Í 100m bringusundi er hann 8. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 23. hraðasti frá upphafi.
  • Í 200m bringusundi er hann 5. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 25. hraðasti frá upphafi.

Á Evrópulistum er hann svo enn ofar.

  • Í 50m bringusundi er hann 8. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 15. hraðasti frá upphafi.
  • Í 100m bringusundi er hann 7. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 15. hraðasti frá upphafi.
  • Í 200m bringusundi er hann 4. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 14. hraðasti frá upphafi.
Anton Sveinn bætti 7 Íslandsmet í einstaklingsgreinum á EM25 í Glasgow, bætti eitt Norðurlandamet og jafnaði annað. Þá tók hann þátt í boðsundi þar sem hann bætti landsmet með sveit sinni í 4x50m fjórsundi. Hann er fyrsti og ennþá eini Íslendingurinn til þess að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tokyo 2020.
Til baka