Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smáþjóðaleikarnir hafnir

28.05.2019

Smáþjóðaleikarnir 2019 hófust í kvöld í Svartfjallalandi með glæsilegri opnunarhátíð. Íslenska sundfólkið mætti á hátíðina ásamt öðrum keppendum Íslands á leikunum. 

Á morgun hefst svo sundkeppnin. Hún verður með töluvert breyttu sniði frá fyrri leikum. Ekki verða syntar undanrásir, heldur bein úrslit sem hefjast kl. 14:00 að íslenskum tíma. Við höfum ekki ennþá fengið upplýsingar um hvort keppninni verði streymt, en við munum reyna að sýna frá sundum Íslendingana á facebook síðu SSÍ. 

Þá keppa þau Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Kristín Helga Hákonardóttir, Kristófer Sigurðsson og Dadó Fenrir Jasminuson í 100 metra skriðsundi, María Fanney Kristjánsdóttir, Bryndís Bolladóttir og Patrik Viggó Vilbergsson í 200 metra flugsundi, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir og Brynjólfur Óli Karlsson í 200 metra baksundi, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Ragna Sigríður Ragnarsdóttir í 800 metra skriðsundi, Patrik Viggó Vilbergsson og Þröstur Bjarnason í 1500 metra skriðsundi, María Fanney Kristjánsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir og Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsundi auk þess sem okkar fólk syndir boðsund, 4x100 metra skriðsund í karla og kvennaflokkum.

Meira síðar.

Myndin er af íslenska hópnum á opnunarhátíðinni. Myndasmiður er Sigurbjörg Róbertsdóttir.

Til baka