Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti keppnisdagur í sundi á Smáþjóðaleikum

28.05.2019

Nú er fyrsti keppnisdagurinn kominn að kvöldi hér á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Sundkeppnin hófst í dag, en hún er með töluvert öðru sniði en við eigum að venjast, engin riðlakeppni að morgni, synt í beinum úrslitum eftir hádegi, búið að fjölga greinum og fækka dögum.

Þetta er dagskrá sem við settum okkur mjög upp á móti en var þröngvað í gegn um tækninefnd leikanna á fölskum forsendum. Á því verður tekið síðar, þar sem öllum hér sem koma að sundinu er ljóst að þessi dagskrá er ekki til hagsbóta fyrir sundfólkið, um það eru allflestir þjálfarar liðanna sammála.

Í dag ringdi töluvert mikið, en sem betur fer fylgdu ekki þrumur og eldingar. Þau sem stóðu og sátu í stúkunni fóru ekki varhluta af bleytunni og flokkstjóri sundsins, Júlía Þorvaldsdóttir sagði eftirfarandi á facebooksíðu hópsins í dag „Rigningin lætur ekki undan og við sem vorum í stúkunni í dag upplifðum raunverulega merkingu þess að vera eins og "hundur á sundi" það sturtaðist niður úr himninum á slaginu fjögur þegar fyrsti hluti hófst og hætti ekki að rigna fyrr en hálftíma áður en hlutinn kláraðist - já já já við vitum að þið eruð heima í sólbaði 😎😎😎😎

Hlutinn gekk ágætlega, betur hjá sumum en öðrum eins og gengur, þá er dagurinn á morgun til að gera enn betur. Hutinn dróst um klukkutíma svo við vorum komin í mat um níu í kvöld. Laugin er enn köld, í kringum 26 gráður sem fólkið okkar þolir eðlilega misvel. Ég er mjög stolt af okkar hópi, þau eru jákvæð og glöð svo tekið er eftir.“

Dagurinn í dag skilaði okkur einum gullverðlaunum hjá Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi og svo bronsverðlaunum í 4x100 metra skriðsundi/boðsundi karla. Þá bættu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Kristín Helga Hákonardóttir tíma sína í 100 metra skriðsundi og María Fanney Kristjánsdóttir bætti tíma sinn í 200 metra flugsundi. Allt flottar sundkonur sem eiga framtíðina fyrir sér, eins og sundfólkið okkar allt hér á leikunum.

Annars voru úrslit Íslendinga á þessa leið:

nafn

grein

lokatími GSSE

pb til þessa

íslmet

athugasemdir

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

100 metra skriðsund

0;58,21

0;58,41

0;55,66

Bætir besta tíma sinn

Kristín Helga Hákonardóttir

100 metra skriðsund

0;59,34

0;59,62

0;55,66

Bætir besta tíma sinn

Dadó Fenrir Jasminuson

100 metra skriðsund

0;52,94

0;51,66

0;49,97

Kristófer Sigurðsson

100 metra skriðsund

0;52,34

0;51,84

0;49,97

María Fanney Kristjánsdóttir

200 metra flugsund

2;23,60

2;24,14

2;18,79

Bætir besta tíma sinn

Bryndís Bolladóttir

200 metra flugsund

2;29,78

2,22,08

2;18,79

 

Patrik Viggó Vilbergsson

200 metra flugsund

2;16,50

2;14,23

2;02,97

Eygló Ósk Gústafsdóttir

200 metra baksund

2;17,36

2;08,84

2;08,84

Gullverðlaun

Stefanía Sigurþórsdóttir

200 metra baksund

2;23,42

2;29,29

2;08,84

Brynjólfur Óli Karlsson

200 metra baksund

2;09,61

2;09,38

1;58,35

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir

800 metra skriðsund

9;30,20

9;12,65

8;53,76

Ragna Sigríður Ragnarsdóttir

800 metra skriðsund

9;27,73

9;21,68

8;53,76

Patrik Viggó Vilbergsson

1500 metra skriðsund

16;34,11

16;06,23

15;27,08

Þröstur Bjarnason

1500 metra skriðsund

16;44,35

16;09,24

15;27,08

María Fanney Kristjánsdóttir

200 metra fjórsund

2;25,38

2;25,15

2;13,82

Stefanía Sigurþórsdóttir

200 metra fjórsund

2;29,01

2;25,80

2;13,82

Kristinn Þórarinsson

200 metra fjórsund

2;08,30

2;06,30

2;04,53

 

Í 4x100 metra skriðsundi/boðsundi synti íslenska kvennasveitin á 6.braut og kom í mark á tímanum 4:00,71 sem skilaði þeim 5.sætinu. Sveitina skipuðu þær Katarína Róbertsdóttir, Kristín Helga Hákonardóttir, Jóhanna Erla Guðmundsdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir.

 

Í 400 metra skriðsund/boðsundi synti íslenska karlasveitin á 7.braut og kom í mark á tímanum 3;29,60 sem skilaði þeim í 3.sæti og bronsverðlaunum. Sveitina skipuðu þeir Kristinn Þórarinsson, Kristófer Sigurðsson, Kolbeinn Hrafnkelsson og Dadó Fenrir Jasminuson. Þeir náðu að gera sundið mjög skemmtilegt og spennandi fyrir okkur sem fylgdumst með.

 

Annars er erfitt að komast í nothæft netsamband hér á Smáþjóðaleiknunum, í lauginni er ekkert net og hér í þorpinu er net sem virkar best þegar flestir keppendur eru farnir að sofa. Það má því búast við því að fréttirnar berist seint, en þær munu berast. Við munum einnig setja upptökur af öllum sundum og verðlaunaafhendingum inn á facebook síðu SSÍ.

 

Myndin sýnir bronsverðlaunahafana stolta á palli í lok dagsins.

Öll sund og verðlaunaafhendingar íslenska hópsins á Youtubesíðu SSÍ

Meira síðar.

Til baka