Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍRB Bikarmeistari kvenna og SH Bikarmeistari karla 2014

11.10.2014Íþróttabandalag Reykjanesbæjar varð í kvöld Bikarmeistari kvenna og SH varð á sama tíma Bikarmeistari karla á Bikarmóti SSÍ.  

Í kvennaflokki sigraði ÍRB keppnina með 15852 stigum og SH varð í öðru sæti með 15466 stig.  Í þriðja sæti varð svo UMSK með 12390 stig og í því fjórða varð Sundfélag Akraness með 10814 stig.

Í karlaflokki snerist dæmið við og SH varð Bikarmeistari með 15019 stig, ÍRB náði öðru sætinu með 13142 stig, UMSK varð einnig í þriðja sæti í karlaflokki með 11830 stig og Sundfélag Akraness varð í því fjórða með 9431 stig.

Stigagjöfin var eftir FINA stigum.  Úrslitin má nálgast hér.

Að ári eiga þá keppnisrétt í fyrstu deild kvenna; ÍRB, SH, ÍBR, UMSK, Óðinn og Sundfélag Akraness.  Í fyrstu deild karla eiga keppnisrétt á næsta ári; SH, ÍBR, ÍRB, UMSK, Sundfélag Akraness og Óðinn.

Myndirnar sýna Bikarmeistarana og þá sem urðu í öðru sæti eftir verðlaunaafhendingu

Myndir með frétt

Til baka