Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikarkeppni SSÍ nú um helgina

10.10.2014

Í fyrstu deild keppa ÍA, ÍRB, SH og UMSK bæði í karla og kvennaflokkum.  Þar sem Reykjavíkurliðin ákváðu að synda saman í liði undir merkjum íþróttabandalags Reykjavíkur þá fækkar liðum um tvö í fyrstu deild og sameinað lið keppir í annari deild.  Í kvennaflokki sendir ÍBR A, B og C lið til keppni en auk þess keppa Oðinn og B lið ÍRB einnig í 2. deild kvenna.  Í 2. deild karla keppa svo ÍBR A og B lið auk Óðins og Ránar.

Keppnin hefst í dag í annari deild kl. 16:30 og stendur til 18:00 en í fyrstu deild hefst keppnn kl. 19:00 í kvöld og stendur til 20:30.  

Á morgun laugardag hefst keppni í annari deild kl. 08:00 til 10:00 í fyrri hluta og lokahluti deildarinnar hefst kl 14:00 og lýkur kl. 15:30.

Fyrstu deildinni er framhaldið á morgun laugardag kl. 11:00 til 13:00 og lokahlutinn stendur frá kl. 16:30 til 18:00 þegar Bikarmeistari Íslands í sundi verður krýndur.

Reglurnar er þær að 6 stighæstu lið úr báðum deildum öðlast keppnisrétt í fyrstu deild að ári.

Til baka