Beint á efnisyfirlit síðunnar

AMÍ 2014 - Skrúðganga kl. 20 á fimmtudag

11.06.2014

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi, AMÍ, hefst næsta föstudagsmorgun í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og eru sundmenn yngri kynslóðarinnar nú að leggja lokahönd á æfingar fyrir mótið. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar sér um framkvæmd mótsins í samstarfi við SSÍ.

AMÍ 2014 er stigamót félagsliða og þegar mótinu lýkur á sunnudaginn verður stigahæsta liðið krýnt Aldursflokkameistari Íslands á lokahófi í Stapanum í Reykjanesbæ. Einnig verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu keppendur í flokkum piltna, stúlkna, drengja, telpna, sveina og meyja.

Keppendur á mótinu eru 244 talsins, 160 stelpur og 84 strákar. Þetta sundfólk framtíðarinnar mun stinga sér samtals 1104 sinnum, 1297 sinnum ef boðsund eru tekin með.

Mótið er keyrt í beinum úrslitum á þremur dögum í sex hlutum. Morgunhlutar hefjast með upphitun kl. 7:30 og keppni kl. 9:00 en hlutarnir seinni partinn hefjast með upphitun kl. 14:00 og keppni 15:30 nema á sunnudag þegar við byrjum hálftíma fyrr.

Uppfært: Mótssetning hefst með skrúðgöngu fimmtudagskvöld kl. 20:00 þar sem marserað verður niður í sundlaug.

Allar upplýsingar um mótið, keppendalista, mótaskrár og annað má sjá hér:

AMÍ síða SSÍ

AMÍ síða ÍRB

 

 

Myndir með frétt

Til baka