Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU í Póllandi.

11.07.2013

Keppni hóst í dag á Evrópumóti Unglinga i Proznan í Póllandi.  Fyrstur til að stinga sér til sunds var Kristinn Þórarinsson í 100m baksundi.  Kristinn bætti sinn besta tíma og synti á tímanum 59,31.  

Næst var það Ólöf Edda Eðvarðsdóttir sem synti 400m fjórsund á tímanum 5:08,03. 

Að lokum synti Íris Ósk Hilmarsdóttir 200m baksund á tímanum 2:23.26. 

Seinnipartinn verður opnunarhátíð mótsins og spennandi úrslitahluti.  Á morgun keppir Ólöf Edda i 200m bringusundi enn Kristinn og Íris Ósk eiga frí frá keppni.

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá mótinu á þessari slóð:

http://www.ejc2013poznan.eu/?q=node/82

Og úrslitin birtast leið og grein líkur hér: http://ejc2013poznan.eu/_swimm/live/index.html

Hér er mjög heitt og notalegt.  Bæði í sundlauginni, utandyra og í rútuferðum.  

Kv. Raggi.


Til baka