Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU Poznan í Póllandi- dagur 1

09.07.2013


EMU hópurinn er kominn til Poznan í Póllandi eftir töluvert ferðalag i gær. Krakkarnir þau Íris Ósk, Ólöf Edda og Kristinn tóku létta æfingu í  gær í lauginni. Aðstæður eru allar þær bestu og laugin virkaði vel. Hótelið sem vid erum á er fínt og maturinn virðist líkur þeim sem við fáum heima. Það fer enginn svangur út úr matsalnum. Hér eru allir þreyttir en glaðir og þá sérstaklega ungviðið sem sá að útsölur eru hafnar hér í borg. Í dag þridjudag verda teknar tvær æfingar og mollid skoðað. Hér er sól og hiti i kringum 24 gráður. Mótid hefst svo a miðvikudag og munu þau öll synda þann daginn.

kveðjur úr hitanum og sólinni

Ingibjörg

Til baka