Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ólafur E Rafnsson forseti ÍSÍ kvaddur

04.07.2013

Útför Ólafs E. Rafnssonar forseta ÍSÍ fór fram í dag.  Athöfnin var látlaus og falleg og Hallgrímskirkja var fullsetin.  Fulltrúar sérsambanda ÍSÍ stóðu heiðursvörð fyrir utan kirkjuna þegar kista Ólafs var borin út, en á Ásvöllum þar sem erfidrykkjan var haldin stóðu karla- og kvennalið Hauka í körfubolta heiðursvörð þegar gestir komu að.  Það var vel viðeigandi svo stórt var framlag Ólafs í gegnum tíðina.

Ólafur Rafnsson var mikill leiðtogi, lét sig skipta gengi íþróttahreyfingarinnar, fylgdist með íþróttafólki í keppni og setti sig vel inn í aðstæður keppenda.  Hann lét sig varða aðbúnað og aðstöðu þess fólks sem starfar að íþróttamálum á Íslandi, hvort sem um var að ræða dómara og annað starfsfólk í keppni, þjálfara, stjórnarfólks eða sjálfboðaliða í hinum ýmsum störfum fyrir félög, deildir og íþróttagreinar.   Hann var hreinskiptinn og fastur fyrir í samskiptum, sanngjarn og rökvís í samræðum og heill samvinnu sinni á hinum ýmsu sviðum íþróttahreyfingarinnar.

Það er því með söknuði og virðingu sem við kveðjum okkar góða leiðtoga Ólaf Eðvarð Rafnsson forseta ÍSÍ, sem reyndist sundíþróttinni góður haukur í horni og frábær fulltrúi Íslands út á við.  Sundhreyfingin þakkar samfylgdina og sendir fjölskyldu Ólafs innilegar samúðarkveðjur.

Til baka