Beint á efnisyfirlit síðunnar

AMÍ sett í kvöld - keppni hefst í fyrramálið.

27.06.2013

Aldursflokkameistaramót Íslands, AMÍ, var sett á Akureyri í kvöld af formanni SSÍ Herði J. Oddfríðarsyni.  Setningin fór fram í Sundlaug Akureyrar eftir að liðin höfðu gengið fylktu liði frá Brekkuskóla yfir í laug.  Hörður bað þátttakendur að minnast með sér Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ sem lést 19. júní sl., með einnar mínútu þögn.  Eftir það upphófust venjubundin köll keppenda í upphafi AMÍ, hvar sólin er ákölluð en ský rekin á brott.  Keppni hefst svo í fyrramálið, en mótið er í sex hlutum, tveir á dag fram á sunnudagskvöld.  Við munum reyna að setja hér inn fréttir af mótinu jafnóðum.

Myndir með frétt

Til baka