Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ráðstefna og opinn dagur með Norska Kvennalandsliðinu

05.06.2013

HÍ og HSÍ bjóða til ráðstefnu og opinn dag með norska kvennalandsliðinu í handknattleik á Laugarvatni föstudaginn 14. júní. Liðið er heims-, Ólympíu og Evrópumeistari og þjálfari þess er Íslendingurinn Þórir Hergeirsson. Liðið verður í æfingabúðum á Laugarvatni 10.-15. júní nk og af því tilfefni býður þjálfarateymið þjálfurum (óháð íþróttagrein), fjölmiðlafólki og öðru áhugafólki að koma og fylgjast með liðinu á æfingum, en að auki mun Þórir flytja fyrirlestur og sitja fyrir svörum. Þetta er flott tækifæri til að fylgjast með einu besta landsliði í flokkaíþrótt í heiminum í dag. Allar nánari upplýsingar má finna í viðhengi.
Dagskrá 2013 HSÍ og HÍ 4 6 2013.pdf

Til baka