Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn Mckee setti Íslandsmet í 200 metra fjórsundi á Smáþjóðaleikum

29.05.2013

Anton Sveinn setti Íslandsmet í gær á fyrsta degi Smáþjóðaleikana í Lúxemborg.  Hann synti á 2:05,94 og sló þar með met Arnar Arnarsonar frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 2003, 2:06,87.  Einnig settu þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir mótsmet þegar þær sigruðu 200 metra fjórsund og 200 metra baksund.

Fínn dagur í lauginni hér í Lúxemborg.

Á myndunum sem Guðmundur Harðarson tók má sjá Anton Svein taka við verðlaunum sínum eftir sundið frá Evu Einarsdóttur formanni ÍTR, systurnar Eygló Ósk Gústafsdóttur og Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur eftir verðlaunaafhendingu fyrir 200 metra baksund og á þriðju myndinni eru þær Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir verðlaunaafheningu fyrir 200 metra fjórsund.

Myndir með frétt

Til baka