Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslendingar keppa í Arizona

11.04.2013

Þrír íslenskir sundmenn og konur eru skráð til keppni á stóru sundmóti í Arizona um helgina ,11. apríl til 13. apríl. 

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir syndir í 100m skriðsundi, 100m baksundi og 400m fjórsundi,
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson syndir í 100m skriðsundi og 100m baksundi og
Hrafn Traustason syndir í 200m bringusundi og 100m bringusundi.

Mótið heitir Arena Grand Prix og fer fram í Skyline Aquatic Center í Arizona. Hægt er að fylgjast með úrslitum í Meet Mobile.

Við sendum okkar fólki að sjálfsögðu góðar kveðjur og hvetjum þau áfram í anda.

Til baka