Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistaramótið í 50m laug

09.04.2013

Nú styttist óðfluga í Íslandsmeistaramótið í 50m laug en það hefst á fimmtudagsmorgun, 11. apríl í Laugardalslauginni og lýkur sunnudaginn, 14. apríl. Mótið skiptist í átta hluta, þar sem undanrásir eru syntar á morgnanna og úrslitasund seinni partinn.

Helstu tímasetningar:

  • Keppni í undanrásum hefst kl. 9:30 á fimmtudag, líkt og hina dagana. Upphitun byrjar ávallt einum og hálfum klukkutíma fyrir keppni eða kl. 8:00.
  • Keppni í úrslitum fimmtudag og föstudag hefst kl. 17:30 og upphitun kl. 16:00.
  • Á laugardag og sunnudag hefjast úrslitahlutar hálftíma fyrr eða kl. 17:00. Upphitun byrjar þá kl. 15:30.

Um 130 keppendur eru skráðir til leiks með samtals rúmlega 630 sund skráð.

Enn vantar starfsmenn á mótið, aðallega á fimmtudag og föstudag og viljum við hvetja þá sem vilja og geta aðstoðað að bjóða sig fram. Mótið dreifist á fjóra daga svo mótshlutarnir eru mjög stuttir.

Allar nánari upplýsingar um mótið má nálgast á ÍM-50 síðunni.

Almennar fyrirspurnir sendast á motamal@sundsamband.is eða í síma 663-0423 (Emil).

Til baka