Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet Eyglóar Óskar

07.04.2013

Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, keppti á Danska meistaramótinu fyrir tveimur vikum síðan og setti þar glæsilegt nýtt Íslandsmet í 100m baksundi, 1:01,08. Gamla metið var 1:01,74 og átti hún það sjálf. Með þessum tíma náði hún A lágmarki á HM50 en lágmarkið er 1:01.39. Krækti hún sér í gullverðlaun í þessari grein, sem og 200m baksundi.  

Þá synti hún einnig 200m skriðsund og 200m fjórsund, þar sem hún náði öðru sæti.

Við óskum Eygló Ósk innilega til hamingju með góðan árangur og biðjum hana um leið afsökunar á því hversu seint þessi frétt birtist.

Til baka