Íslandsmet hjá boðsundssveitinni og Hrafnhildi
Hrafnhildur setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi og syndir í milliriðlum í kvöld. Boðsundssveitin í 4x50 metra skriðsundi karla setti einnig nýtt met.
Hrafnhildur setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi og syndir í milliriðlum í kvöld. Boðsundssveitin í 4x50 metra skriðsundi karla setti einnig nýtt met.
Í kvöld syntu þær stöllur Bryndís Rún Hansen 50 metra flugsund og Hrafnhildur Lúthersdóttir 100 metra fjórsund hér í Windsor í Kanada á HM25. Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet í sinni grein en hvorugar komust í úrslitariðilinn í sínum greinum.
Bryndís Rún Hansen setti nýtt Íslandsmet í 50 metra flugsundi á HM25 í Windsor Kanada. Hún synti greinina á 0:26,22 sem 48/100 bæting og komst þar með í milliriðla. Blandaða sveitin okkar setti einnig landsmet þegar hún synti 1:43,84. Hrafnhildur Lúthersdóttir komst svo í milliriðla í 100 metra fjórsundi.
Íslenska kvennasveitin okkar synti 4x50m fjórsund boðsund og setti í leiðinni nýtt landsmet í greininni. Þær Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi, Hrafnhildur Lúthersdóttir SH, Bryndís Rún Hansen Óðni og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir Ægi syntu á tímanum 1:49,41 min og enduðu í 14. sæti af 20. Gamla metið var 1:57,06 min og var 12 ára gamalt. Eygló Ósk setti einnig Íslandsmet í 50 metra baksundi þegar hún synti fyrsta sprett á tímanum 0:27,40 sekúndum og bætti þar með gamla metið sitt og Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um 5/100 úr sekúndu. Ingibjörg setti metið fyrst fyrir 5 árum síðan en Eygló jafnaði það svo á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug fyrir 2 árum síðan. Þær voru ánægðar með sig stúlkurnar að sundi loknu.
Bryndís Rún Hansen úr Óðni syndir 100 metra skriðsund í dag uþb kl. 10:35 á staðartíma eða ca 15:35 á íslenskum tíma. Þá eru einnig á dagskrá tvö boðsund sem Íslendingar taka þátt í, en það eru 4x50 metra fjórsund kvenna og þar synda í þessari röð: Egló Ósk Gústafsdóttir baksund, Hrafnhildur Lúthersdóttir bringusund, Bryndís Rún Hansen flugsund og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir skriðsund. Hitt boðsundið er svo 4x50 metra skriðsund í kynblönduðum flokki þar sem synda tveir karlar og tvær konur. Ekki er frágengið hvernig sú sveit verður skipuð þegar þetta er ritað.
Við vonumst til að sjá Bryndísi Rún í milliriðlum, en hún þarf að bæta sig eitthvað til að svo geti orðið og einnig er ágætur möguleiki að kvennasveitin nái í úrslit. Óvíst er með blönduðu sveitina, en eins og áður hefur verið sagt hér á þessari síðu, þá getur allt gerst.
Hrafnhildur Lúthersdóttir var að ljúka sundi í undanúrslitum í 50 metra bringusundi. Hún lenti í 13. sæti á nýju Íslandsmeti 0:30,47. sem er bæting um 20/100 frá í morgun. Til þess að komast í úrslitariðilinn þurfti að synda á betri tíma en norska stúlkan Susann Bjornsen en hún synti á 0:30,33.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH byrjaði mótið fyrir Ísland og setti strax í fyrsta sundi Íslandsmet í 50 metra bringusundi. Hún synti á tímanum 30.64 og varð í 15. sæti inn í milliriðla. Gamla metið átti hún sjálf, en það setti hún fyrst í Doha fyrir 2 árum 30,67 og svo jafnaði hún það í Hafnarfirði 2014 á ÍM25.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr ÍRB og Kristinn Þórarinsson úr Fjölni syntu því næst 100 metra baksund. Davíð synti á tímanum 0:54,12 og varð í 37. sæti í greininni og Kristinn synti á 0:54,43 og varð í 38. sæti. Til þess að komast inn í milliriðla þurfti að synda undir 0:51,61 en Íslandsmetið sem Örn Arnarson ÍRB, setti í Dublin 2003 er 0:51,74.
Viktor Vilbergsson úr SH synti 100 metra bringusund á tímanum 1:01,63 og varð í 56 sæti í greininni. Síðasti tími inn í milliriðla var 0:58,18 , en Íslandsmetið á Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi, sett í Reykjavík árið 2009. Metið er 0:58, 90.
Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur úr Ægi að synda 100 metra baksund. Eygló synti á tímanum 0:58,49 sem gefur henni 20. sætið í greininni. Íslandsmetið í greininni á hún sjálf frá því í Ísrael fyrir ári síðan, 0:57, 42. Til þess að ná inn í milliriðla hefði Eygló þurft að synda undir tímanum 0:58,08
Síðastur Íslendinga til að synda í þessum fyrsta mótshluta er Kristinn Þórarinsson úr Fjölni. Hann synti 200 metra fjórsund á tímanum 2:01,36 og varð í 36. sæti í greininni. Til þess að komast áfram hefði Kristinn þurft að synda undir 1:56,69. Íslandsmetið í greininni á Örn Arnarson ÍBR frá því 2003 í Vestmannaeyjum 1:57,91.
Hér á mótinu dæmir einn af þeim íslensku dómurum sem hafa alþjóðleg dómararéttindi. Það er Haraldur Hreggviðsson, en hann er okkur í sundhreyfingunni að góðu kunnur. Hann er faðir Erlu Daggar Haraldsdóttur og þar með tengdafaðir Árna Más Árnasonar og hann hefur staðið á bakkanum við dómgæslu í hátt á annan áratug og hefur gífurlega reynslu sem slíkur. Í þessum fyrsta mótshluta var hann í hlutverki tengiliðar þjálfara við yfirdómara og mótstjórn.
Á mótinu keppa um eða yfir 900 keppendur frá uþb 170 þjóðlöndum. Ísland hefur ekki alltaf verið með þessu móti, oftar en ekki höfum við einbeitt okkur að Evrópumótinu á þessum tíma, en þar sem virðist vera komin niðurstaða í að Evrópa er með sín mót annað hvort ár á oddatöluári, þá er FiNA með HM hitt árið. Aðstæður á keppnisstað eru til fyrirmyndar, hér er bráðabrigðalaug sett upp á íshokkívelli og í sama húsi er sett um upphitunarlaug ásamt aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara og nuddara. Þá er ný sundlaug í næsta húsi við hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á sem kemur sér vel, þannig hafa íslendingarnir sloppið við hálftíma rútuferðir fram og til baka undanfarna daga og svo geta þeir sem synda seint að morgni hitað upp í lauginni við hótelið og farið seinna af stað fyrir bragðið.
Undanrásirnar hefjast kl. 09:30 á staðartíma (14:30 á íslenskum tíma) og undanúrslit og úrslitahlutar hefjast kl. 18:30 á staðartíma (23:30 á íslenskum tíma).
Hér er svo að lokum hlekkur á Omega timing, en þar birtast úrslitin jafnóðum.
Mikið var um dýrðir í gærkvöldi þegar FINA deildi út viðurkenningum til sundíþróttafólks og þjálfara
Tamás Gyarfas sagði af sér sem forseti Ungverska sundsambandsins í gær eftir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni frá ungversku afrekssundfólki, þar á meðal Katinku Hosszu, sem er þrefaldur Ólympíumeistari. Katinka og liðsfélagar hennar hafa átt í deilum við samb........
Nýafstaðið Íslandsmeistaramót var síðasta tækifæri íslensks sundfólks til þess að ná lágmörkum á Heimsmeistaramótið í 25m laug og Norðurlandameistaramótið. HM25 verður haldið í Windsor í Kanada dagana 6-11. desember og NM er haldið í Kolding í Danmörku dagana 9-11. desember.
Þeir sem fara á HM eru: