Ingibjörg Kristín hefur lokið keppni á HM50
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti 50m. skriðsund á 26,24sek og varð í 41. sæti af 87 keppendum.
Ingibjörg var skráð inn á mótið með 39. besta tímann.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synti 50m. skriðsund á 26,24sek og varð í 41. sæti af 87 keppendum.
Ingibjörg var skráð inn á mótið með 39. besta tímann.
Bryndís Rún Hansen synti 50m. flugsund á 27,15sek. og varð í 31. sæti af 58 keppendum.
Þrjár af okkar frábæru sundkonum taka nú þátt í HM50 í Búdapest. Þær standa sig alveg súper vel og nú þegar eitt Íslandsmet fallið en Ingibjörg Kristín setti met í 50m baksundi í gær. Bryndís Rún keppir í 50m flugsundi á morgun föstudag og á laugardaginn keppir Hrafnhildur í 50m bringusundi og Ingibjörg Kristín í 50m skriðsundi. SSÍ hefur fengið frábærar myndir frá einum vini okkar(simone)sem staddur er í Búdapest og langar okkur að leyfa ykkur að njóta þeirra líka!
Bryndís Rún Hansen synti 100m skriðsund á 0:56,11mín. og varð í 30 sæti af 79 keppendum.
Bryndís var skráð inn með 37. besta tímann og endar 30. sæti.
Besti tími Bryndísar er 55,98mín. frá því á Smáþjóðaleikum 2015.
Íslandsmetið á Ragnheiður Ragnarsdóttir 0:55,66mín. sett í Reykjanesbæ 2009.
Synda þurfti á hraðar en 0:54,49mín. til að komast í undanúrslit.
Hrafnhildur synti á tímanum 1:07:54 og varð númer 18.
Hún er því annar varamaður inn í undanúrslit sem fara fram í kvöld.
Íslandsmet Hrafnhildar er 1:06.45 sem hún setti á EM50 í London 2016.
Íslandsmótið í víðavatnssundi verður haldið í Nauthólsvík miðvikudaginn 26. júlí. Mótið er haldið af Coldwater á Íslandi í samstarfi við Sundsamband Íslands og Securitas.
Fyrirkomulag keppni er óbreytt frá því í fyrra. Keppt er í 1 km, 3 km og 5 km sundum. Lengdarflokkar skiptast svo niður í karla og kvennaflokka. Sérflokkar eru fyrir keppendur í sérstökum búningum.
RÚV sýnir frá HM50 kl 15:30 frá og með mánudeginum 24.júlí fram til sunnudagsins 30.júlí.
HM í sundi hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi. Þær Bryndís Rún Hansen, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir synda fyrir Íslands hönd á mótinu.
Dagskráin er sem hér segir:
Sun, 23.7., kl. 9.30 Bryndís Rún Hansen, 100m flug
Mán, 24.7., kl. 10.00 Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100m bringa
Sundfélagið Óðinn leitar að þjálfara til starfa.
Sjá nánar í meðfylgjandi í auglýsingu.
Sunddeild Fjölnis leitar að sundþjálfara eða sundkennara.
Sjá meðfylgjandi auglýsingu.