Muscat systkinin synda ekki um helgina
Leiðindafréttir bárust frá Sundsambandi Möltu á dögunum en ákveðið hefur verið að Nicola Muscat muni ekki synda á Smáþjóðaleikunum hér á Íslandi um helgina. Fram kemur á vef Morgunblaðsins að henni hafi verið vísað úr maltneska liðinu þar sem hún þótti sýna óviðunandi hugarfar á æfingum.





