Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

17.05.2016

Anton Sveinn sjöundi í 100m bringusundi

Anton Sveinn synti nú rétt í þessu til úrslita í 100m bringusundi á tímanum 1.01.29 og varð sjöundi í sundinu. Anton á sjálfur íslandsmetið sem hann setti í Kazan í ágúst 2015, 1.00.53.
Nánar ...
17.05.2016

Bryndís Rún synti 100m skriðsund

Bryndís Rún synti rétt í þessu 100m skriðsund á EM50 í London á tímanum 56.98. Íslandsmetið á Ragnheiður Ragnarsdóttir 55.66. Bryndís syndir næst 100m flugsund á fimmtudagsmorgun.
Nánar ...
16.05.2016

Bryndís Rún nr 15 í 50m flugsundi

Bryndís Rún synti rétt í þessu í undanúrslitum á EM50 í 50m flugsundi og endaði í 15. sæti á tímanum 26.71. Bryndís hefði þurft að synda á 26.14 til að synda sig inn í úrslit á morgun. Það verður gaman að fylgjast áfram með Bryndísi en hún á eftir að synda 100m flugsund, 50m skriðsund og 100m skriðsund á EM50.
Nánar ...
16.05.2016

Anton sjötti inn í undanúrslit kvöldsins

Anton Sveinn synti rétt í þessu 100m bringusund á EM50 í London á tímanum 1.00.79 og mun synda í undanúrslitum í kvöld! Hann er sjötti inn í undanúrslitin í kvöld. Íslandsmetið hans er 1.00.53.
Nánar ...
16.05.2016

Bryndís í undanúrslitum í kvöld!

Bryndís Rún synti rétt í þessu 50m flugsund á EM50 í London, hún synti á nýju Íslandsmeti 26,68 og tryggði sér sæti í undanúrslitum í kvöld! Gamla metið átti hún sjálf 26.79 sett á ÍM50 2015.
Nánar ...
02.05.2016

SH sigurvegarar IMOC 2016

Nú um helgina fór fram Opna Íslandsmótið í Garpasundi, IMOC. Sundfélag Hafnarfjarðar sá um framkvæmd mótsins að þessu sinni í Ásvallalaug og þakkar Sundsamband Íslands þeim fyrir faglega og góða vinnu. 166 keppendur voru skráðir frá 14 liðum, 107 karlar og 59 konur. Sá yngsti sem keppti var 21 árs og þeir elstu áttræðir. Þá fengum við 12 sundmenn úr Havnar Svimjifjelag frá Færeyjum. Heimamenn í SH sigruðu stigakeppni liða 20. árið í röð sem verður að teljast ótrúlegur árangur.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum