Eygló Ósk var sjötta í 200m baksundi
Eygló Ósk varð sjötta í 200m baksundi á EM50 nú rétt í þessu. Eygló Ósk synti á tímanum 2.11.03. Íslandsmet hennar er 2.09.04 sem hún sett í Kazan í ágúst í fyrra.
Eygló Ósk varð sjötta í 200m baksundi á EM50 nú rétt í þessu. Eygló Ósk synti á tímanum 2.11.03. Íslandsmet hennar er 2.09.04 sem hún sett í Kazan í ágúst í fyrra.
Hrafnhildur var rétt í þessu að synda 100m bringusund á 1.07.28 og er önnur inn í úrslitin sem verða annað kvöld.
Íslandsmet Hrafnhildar er 1.06.87
Spennan magnast með hverjum deginum á EM50 í London.
Anton Sveinn synti nú rétt í þessu til úrslita í 100m bringusundi á tímanum 1.01.29 og varð sjöundi í sundinu.
Anton á sjálfur íslandsmetið sem hann setti í Kazan í ágúst 2015, 1.00.53.
Bryndís Rún synti rétt í þessu 100m skriðsund á EM50 í London á tímanum 56.98.
Íslandsmetið á Ragnheiður Ragnarsdóttir 55.66. Bryndís syndir næst 100m flugsund á fimmtudagsmorgun.
Hrafnhildur synti rétt í þessu 100m bringusund á EM50 í London á tímanum 1.07.99 og er fimmta inn í undanúrslit kvöldsins.
Íslandsmet hennar er 1.06.87 sem hún sett í Kazan í ágúst 2015.
Eygló Synti rétt í þessu undanúrslitin í 200m baksundi á tímanum 2.10.98 og er fimmta inn í úrslitin á morgun.
Anton Sveinn synti rétt í þessu 100m bringusund í undanúrslitum á 1.00.98 og varð sjöundi inn í úrslitin sem verða annað kvöld.
Bryndís Rún synti rétt í þessu í undanúrslitum á EM50 í 50m flugsundi og endaði í 15. sæti á tímanum 26.71. Bryndís hefði þurft að synda á 26.14 til að synda sig inn í úrslit á morgun.
Það verður gaman að fylgjast áfram með Bryndísi en hún á eftir að synda 100m flugsund, 50m skriðsund og 100m skriðsund á EM50.
Eygló Ósk synti nú 200m baksund á tímanum 2.11.30
Eygló er fimmta inn í undanúrslit kvöldsins á EM50 í London.
Íslandsmet hennar er 2.09.04
Anton Sveinn synti rétt í þessu 100m bringusund á EM50 í London á tímanum 1.00.79 og mun synda í undanúrslitum í kvöld! Hann er sjötti inn í undanúrslitin í kvöld.
Íslandsmetið hans er 1.00.53.
Bryndís Rún synti rétt í þessu 50m flugsund á EM50 í London, hún synti á nýju Íslandsmeti 26,68 og tryggði sér sæti í undanúrslitum í kvöld!
Gamla metið átti hún sjálf 26.79 sett á ÍM50 2015.