Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þriðja og síðasta degi á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi lauk nú rétt í þessu

14.04.2024

Þriðja og síðasta degi á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi lauk nú rétt í þessu.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti gríðarlega vel 100m skriðsund og var aðeins einum hundraðshluta frá Íslandsmeti sínu í greininni. Hún synti á 54,75, en metið er 54,74.  Anton Sveinn McKee synti frábært 200m bringusund þegar hann synti aftur undir A lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann synti á 2:09,28 og var örstutt frá Íslandsmeti sínu 2:08,74.

Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH setti sitt annað unglingamet á mótinu þegar hann synti 50m flugsund á 24,87 en hann sigraði einnig í sundinu og tryggði sér lágmark á EMU í greininni.

Kvennasveit Breiðabliks setti unglingamet í 4x100m fjórsundi kvenna þegar þær syntu á tímanum 4:28,74 og bættu metið um tæpar 3 sekúndur. Sveitina skipuðu þær Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Nadja Djurovic, Margrét Anna Lapas, Freyja Birkisdóttir.

Birgitta Ingólfsdóttir sigraði í 50m bringusundi og tryggði sér EM50 lágmark þegar hún synti á tímanum 31,15 í 50m bringusundi.

Í lok mótsins voru veittar viðurkenningar fyrir bestu afrek mótsins. Eftirtaldir bikarar voru afhentir:

Sigurðarbikarinn:

Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings. Gefandi gripsins er fjölskylda Sigurðar.

Sigurðarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ.

Sigurðarbikarinn fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200m bringusund á ÍM50 en fyrir það fékk hann 914 WA stig.

 

Pétursbikarinn:

Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs.

Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu WA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistarmóts í 50 metra laug

Það var Anton Sveinn McKee sem fékk Pétursbikarinn fyrir 200m bringusund á HM50 2023.

Kolbrúnarbikarinn :

Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar

Kolbrúnarbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu WA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug.

 

Það var Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200m skriðsund sem hún synti á HM50 2023. 

 

Ásgeirsbikarinn

Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Gefandi gripsins er fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.

Ásgeirsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ.

 

Anton Sveinn McKee fékk Ásgeirsbikarinn fyrir 200m bringusund sem hann synti á ÍM50 2024.

Frábær árangur náðist á mótinu en þetta mót var síðasta tækifæri sundfólksins til að tryggja sér lágmörk inn á Alþjóðleg sundmót sumarsins.

Þeir sjö sundmenn sem tryggðu sér sæti inn á Evrópumeistaramótið í 50m laug sem fram fer í júní í Belgrad eru:

EM50 2024

1. Anton Sveinn Mckee SH

2. Birgitta Ingólfsdóttir SH

3. Einar Margeir Ágústsson ÍA

4. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH

5. Símon Elías Statkevicius SH

6. Snorri Dagur Einarsson SH

7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir AAL

 

Þau sem tryggðu sig inn á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í Vilnius

1. Birnir Freyr Hálfdánarson SH

2. Freyja Birkisdóttir Breiðablik

3. Guðmundur Leo Rafnsson ÍRB

4. Katja Lilja Andriysdóttir SH

5. Vala Dís Cicero SH

Þau sem náðu lágmörkum á Norðulandameistaramót Æskunnar sem fram fer í Helsinki:

1. Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik

2. Ástrós Lovísa Hauksdóttir ÍRB

3. Denas Kazulis ÍRB

4. Hólmar Grétarsson SH

5. Magnús Víðir Jónsson SH

6. Margrét Anna Lapas Breiðablik

7. Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik

8. Vala Dís Cicero SH

9. Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármann

Íslandsmeistarar dagsins:

Hólmar Grétarsson SH 400m fjórsund karla

Freyja Birkisdóttir Breiðablik 1500m skriðsund kvenna

Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármann 200m baksund kvenna

Veigar Hrafn Sigþórsson SH 200m skriðsund karla

Nadja Djurovic Breiðablik 100m flugsund kvenna

Birnir Freyr Hálfdánarson SH 50m flugsund karla

Birgitta Ingólfsdóttir SH 50m bringusund kvenna

Anton Sveinn McKee SH 200m bringusund karla

Snæfríður Sól Jórunnardóttir 100m skriðsund kvenna

Guðmundur Leo Rafnsson ÍRB 100m baksund karla

Eva Margrét Falsdóttir ÍRB 200m fjórsund kvenna

Andri Már Kristjánsson SH 800m skriðsund karla

Kvennasveit ÍRB 4x100m fjórsund kvenna

Karlasveit SH 4x100m fjórsund karla

Myndir með frétt

Til baka