Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn og Snæfríður keppa á Stockhom Open

04.04.2024

Stockholm Open í sundi hefst á morgun föstudag, 5. apríl en Sundsamband Íslands sendir tvo keppendur á mótið í ár. Það er sundfólk ársins 2023 þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.

Þau hefja bæði keppni í fyrramálið og er Anton Sveinn í fyrstu grein mótsins, 200m bringusundi.  Þetta er hans aðalgrein og verður spennandi að fylgjast með honum í fyrramálið en hann er skráður með annan besta tímann í sundinu. Þetta verður hörð og spennandi keppni en keppinautar hans verða Hollendingarnir Casper Corbeau og Arno Kamminga auk svíans Eric Persson.

Snæfríður Sól hefur einnig keppni á morgun í sinni aðalgrein 200m skriðsundi og er hún skráð með besta tímann í greininni. Næst á eftir henni er þjóðverjinn Nele Schulze á tímanun 1:59,51. Íslandsmet Snæfríðar í greininni er 1:57,98, þess má geta að Ólympíulágmarkið er 1:57,26, það verður mjög spennandi að fylgjast með þeim Snæfríði og Antoni í fyrramálið. Undanrásir hefjast kl 7:30 á íslenskum tíma og úrslit hefjast kl 16:00.

Anton Sveinn mun einnig synda á laugardaginn 100m bringusund og Snæfríður syndir 100m skriðsund mánudaginn 8. apríl. 

Að loknu þessu móti halda þau bæði til Íslands til að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í sundi sem hefst föstudaginn 12. apríl og fer fram í Laugardalslaug.

Hægt er að sjá úrslit hér 

Myndir með frétt

Til baka