Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól í sjöunda sæti á EM25

10.12.2023
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu til úrslita í 200m skriðsundi á EM25 og varð sjöunda sæti🤩
Hún synti á tímanum 1:55,25 sem er næst besti tími hennar og undir gamla metinu hennar. En hún setti einmitt nýtt íslandsmet í greininni í gær, 1:54,23.
Þetta er frábær árangur hjá Snæfríði Sól á EM25 en hún setti þrjú íslandsmet á mótinu og fór í undanúrslit í 100m skriðsundi og alla leið í úrslitasundið í 200m skriðsundi. Hún er því með sjöunda besta tímann í Evrópu í 200m skriðsundi í 25m laug.
Þess má geta að hún á núna 20 bestu tíma íslenskra kvenna í 200m skriðsundi í 25m laug.
 
Til baka