Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegt Íslandsmet í 4x 100m skriðsundi kvenna sveit SH

11.11.2023

 

Kvenna sveit SH setti rétt í þessu íslandsmet í 4x100m skriðsund á ÍM25 þegar þær syntu á tímanum 3:49,17. Gamla metið var 3;49,66 sett árið 2019.

Sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Birgitta Ingólfsdóttir,Vala Dís Cicero og Katja Lilja Andriysdóttir.

Í 4x100m skriðsundi bætti karla setti sveit ÍRB mánaðargamalt aldursflokkamet sitt, en það voru þeir Denas Kazulis, Daði Rafn Falsson, Árni Þór Pálmason, Nikolai Leo Jónsson sem syntu á tímanum 3:43,11 og bættu gamla metið um 2 sekúndur. 

 

Birnir Freyr Hálfdánarson tryggði sér EM25 làgmark og setti unglingamet í 200m fjórsundi þegar hann synti á 1:59,07

16 sundmenn hafa nú náð A lágmark á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Taartu í Eistlandi í byrjun des og nú hafa 6 sundmenn tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Búkarest, Anton Sveinn, Snæfrður Sól, Einar Margeir, Snorri Dagur ,Jóhanna Elín og Birnir Freyr nú í 200m fjórsundi

Lokadagur ÍM25 fer fram á morgun sunnudag. 

Til baka