Beint á efnisyfirlit síðunnar

Metaregn á Norðurlandamóti garpa í Bellahøj í Kaupmannahöfn

04.10.2023

Það var rafmögnuð stemning í Bellahøj sundmiðstöðinni í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, 30. september til 1. október þegar fram fór Norðurlandameistaramót garpa í sundi. Heimsmet, Evrópumet, Íslandsmet og önnur landsmet féllu á stærsta garpamóti sem haldið hefur verið á norðurlöndunum.

Fjögur heimsmet féllu

Hinn óstöðvandi Frans Johannesen frá Esbjerg Svømmeklub fór mikinn á mótinu og bætti heimsmet í bæði 400m og 800m skriðsundi í aldursflokki 30-34 ára. Allt ætlaði um koll að keyra í höllinni þegar Frans rúllaði upp heimsmetinu í 400m skriðsundi þegar hann kom í mark á 3:48,54 og bætti þar með fyrra met Rússans Yury Ufimtsev frá 2014, en gamla metið var 3:51,97. Hann lét það þó ekki nægja heldur synti hreint ótrúlega seinna um daginn í 800m skriðsundi á tímanum 8:06,56 og bætti þar með fyrra met Bandaríkjamannsins Drew Modrovs um rúmar 6 sekúndur, en fyrra metið var 8:12,74.

Frans var ekki sá eini sem bætti heimsmet um helgina, en hin 80 ára Elisabeth Ketelsen frá Swim Team Taastrup gerði sér lítið fyrir og bætti metið í 100m baksundi í aldursflokki 80-84 ára á tímanum 1:35,77. Gamla metið átti hin japanska Noriko Yoshida, 1:38,55 sett í maí á þessu ári. Hún stoppaði ekki þar, heldur bætti einnig metið í 50m baksundi á tímanum 43,72.

Auk heimsmetanna féllu fjöldi Evrópumeta og landsmeta hjá öllum þjóðum.

37 Íslandsmet, 19 norðurlandameistaratitlar og miklar bætingar

Íslenski hópurinn átti góðu gengi að fagna í lauginni og nældi sér í 19 norðurlandameistaratitla og samtals 65 verðlaun á mótinu, en hópurinn samanstóð af 31 einstaklingi frá 5 félagsliðum, á aldrinum 25-79 ára.

Samtals setti íslenska sundfólkið 37 Íslandsmet í garpaflokki, þar af 3 í boðsundum. Rémi Spilliaert úr Ægi gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í hvert skipti sem hann stakk sér til sunds, en hann keppti í 6 greinum um helgina. 25 ára gamalt met Arnodds Erlendssonar frá 1998 í 50m bringusundi féll um helgina þegar Leifur Guðni Grétarsson úr Breiðabliki bætti metið um 0,3 sekúndur, en það var elsta standandi metið í karlaflokki. Hann bætti einnig þrjú önnur met um helgina og bætti því met í öllum sínum sundum. Liðsfélagi hans úr Breiðabliki, Przemyslaw Pulawski bætti sömuleiðis 4 met í sínum greinum. Þuríður Eiríksdóttir og Elín Viðarsdóttir, einnig úr Breiðabliki, og Sigurlín Garðarsdóttir úr UMF Selfossi, bættu hver um sig 3 Íslandsmet í sínum sundum.

Listi yfir alla verðlaunahafa og Íslandsmet sem féllu er að finna hér neðar í fréttinni.

Það voru þó ekki eingöngu sigrar í greinum sem voru fyrirferðarmiklir, heldur einnig persónulegir sigrar. Mikið var um bætingar hjá hópnum og því ljóst að mikil gróska er í garpastarfinu á Íslandi og sýnir það þann áhuga, staðfestu og uppskeru þessarar miklu vinnu sem garparnir hafa lagt á sig undanfarið.

Frábær andi í hópnum

Þrátt fyrir að keppt sé í nafni félagsliða á garpamótum, var mikil samheldni í íslenska hópnum sem kom saman sem ein stór fjölskylda á mótinu. „Stemningin og orkan í hópnum stóð svo sannarlega uppúr. Svo mátuleg blanda af metnaði og gleði.“ Segir Hákon Jónsson þjálfari Breiðabliks. Hann segir að heilt yfir hafi árangurinn verið góður og gaman væri að sjá að áhuginn fyrir að fara á mót erlendis væri að aukast. „Það gefur mikið að sjá og keppa við þau bestu í bransanum.“ segir Hákon.

Aðstaðan hjá mótshöldurum var til mikillar fyrirmyndar og umgjörðin öll mjög góð og fagmannleg.

 

Norðurlandameistarar

Einstaklingsgreinar

 

Nafn

Lið

Grein

Aldursflokkur

Tími

Einar Hauksson

Breiðablik

400m skriðsund

65-69

6:07,39

Sigurbjörn Einarsson

Ægir

50m flugsund

70-74

52,63

Hákon Jónsson

Breiðablik

200m flugsund

35-39

2:50,07

Ragna María Ragnarsdóttir

Ægir

100m skriðsund

75-79

2:25,04

Sigurbjörn Einarsson

Ægir

100m flugsund

70-74

2:07,56

Þórhallur Jóhannesson

SH

50m bringusund

70-74

48,59

Trausti Sveinbjörnsson

SH

50m bringusund

75-79

50,64

Ragna María Ragnarsdóttir

Ægir

50m bringusund

75-79

1:26,29

Sigurbjörn Einarsson

Ægir

100m fjórsund

70-74

1:51,82

Þuríður Eiríksdóttir

Breiðablik

100m fjórsund

35-39

1:14,41

Leifur Guðni Grétarsson

Breiðablik

200m bringusund

30-34

2:33,29

Einar Hauksson

Breiðablik

800m skriðsund

65-69

12:39,80

Steinn Jóhannsson

SH

400m fjórsund

55-59

5:44,93

Sigurbjörn Einarsson

Ægir

400m fjórsund

70-74

9:00,43

Trausti Sveinbjörnsson

SH

50m skriðsund

75-79

46,25

Ragna María Ragnarsdóttir

Ægir

50m skriðsund

75-79

1:03,25

 

Boðsundsgreinar

 

Sveit og nöfn keppenda

Lið

Grein

Aldursflokkur

Tími

Peter, Julio, Leifur, Przemyslaw

Breiðablik

4x 50m skriðsund

120-159

1:41,45

Fríða, Elín, María Fanndal, Ásta Þóra

Breiðablik

4x 50m skriðsund

240-279

2:46,55

Elín, Ásta Þóra, María Fanndal, Fríða

Breiðablik

4x 50m fjórsund

240-279

3:02,82

 

Ný Íslandsmet

Einstaklingsgreinar

 

Nafn

Lið

Grein

Aldursflokkur

Tími

Fyrra met

Tími

Sett

Przemyslaw Pulawski

Breiðablik

400m skriðsund

30-34

4:21,57

Ómar Friðriksson

4:23,04

3.5.2014

Steinn Jóhannsson

SH

400m skriðsund

55-59

5:15,09

Steinn Jóhannsson

5:19,58

6.5.2023

Einar Hauksson

Breiðablik

400m skriðsund

65-69

6:07,39

Kári Geirlaugsson

6:07,43

30.4.2016

Jóhann Björnsson

Breiðablik

50m flugsund

55-59

32,08

Guðni Guðnason

32,51

1.4.2017

Rémi Spilliaert

Ægir

50m flugsund

65-69

37,90

Guðjón Guðnason

38,09

3.5.2019

Sigurlín Garðarsdóttir

UMF Selfoss

50m flugsund

45-49

34,95

Sigurlín Garðarsdóttir

35,32

8.10.2021

Elín Viðarsdóttir

Breiðablik

50m flugsund

55-59

39,68

Elín Viðarsdóttir

40,01

8.10.2021

Leifur Guðni Grétarsson

Breiðablik

100m bringusund

30-34

1:10,17

Leifur Guðni Grétarsson

1:10,36

5.5.2023

Þuríður Eiríksdóttir

Breiðablik

100m bringusund

35-39

1:23,60

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir

1:23,75

8.10.2021

Ásta Þóra Ólafsdóttir

Breiðablik

100m bringusund

60-64

1:38,68

Ásta Þóra Ólafsdóttir

1:38,90

5.5.2023

Przemyslaw Pulawski

Breiðablik

100m baksund

30-34

1:02,29

Ómar Friðriksson

1:04,02

3.5.2014

Heiðrún Ingólfsdóttir

Breiðablik

100m baksund

35-39

1:18,59

Elín Sigurðardóttir

1:19,57

5.5.2012

Elín Viðarsdóttir

Breiðablik

100m baksund

55-59

1:29,91

Elín Viðarsdóttir

1:31,80

8.10.2023

Hákon Jónsson

Breiðablik

200m flugsund

35-39

2:50,07

Hákon Jónsson

2:59,28

30.9.2022

Rémi Spilliaert

Ægir

200m flugsund

65-69

3:48,24

ekkert met skráð

María Fanndal Birkisdóttir

Breiðablik

200m flugsund

45-49

3:39,03

ekkert met skráð

Rémi Spilliaert

Ægir

100m skriðsund

65-69

1:13,91

Kári Geirlaugsson

1:15,45

30.4.2016

Przemyslaw Pulawski

Breiðablik

100m flugsund

30-34

1:02,31

Hákon Örn Birgisson

1:05,93

ekki vitað

Jóhann Björnsson

Breiðablik

100m flugsund

55-59

1:17,23

Guðni Guðnason

1:19,03

6.5.2017

Leifur Guðni Grétarsson

Breiðablik

50m bringusund

30-34

30,91

Arnoddur Erlendsson

31,22

3.5.1998

Þuríður Eiríksdóttir

Breiðablik

50m bringusund

35-39

37,76

Þuríður Eiríksdóttir

38,00

6.5.2023

Rémi Spilliaert

Ægir

100m fjórsund

65-69

1:30,36

Guðjón Guðnason

1:32,50

4.5.2019

Þuríður Eiríksdóttir

Breiðablik

100m fjórsund

35-39

1:14,41

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir

1:15,24

9.10.2021

Sigurlín Garðarsdóttir

UMF Selfoss

100m fjórsund

45-49

1:18,53

Sigurlín Garðarsdóttir

1:20,26

7.5.2022

Leifur Guðni Grétarsson

Breiðablik

200m bringusund

30-34

2:33,29

Leifur Guðni Grétarsson

2:39,20

2.10.2022

Leifur Guðni Grétarsson

Breiðablik

400m fjórsund

30-34

5:16,78

Heimir Örn Sveinsson

5:24,14

4.10.2008

Steinn Jóhannsson

SH

400m fjórsund

55-59

5:44,93

Kári Kaaber

7:39,64

4.10.2008

Rémi Spilliaert

Ægir

400m fjórsund

65-69

7:24,71

ekkert met skráð

Sigurbjörn Einarsson

Ægir

400m fjórsund

70-74

9:00,43

ekkert met skráð

Przemyslaw Pulawski

Breiðablik

50m baksund

30-34

29,23

Przemyslaw Pulawski

29,50

6.5.2023

Sigurlín Garðarsdóttir

UMF Selfoss

50m baksund

45-49

37,37

Sigurlín Garðarsdóttir

37,90

6.5.2023

Elín Viðarsdóttir

Breiðablik

50m baksund

55-59

42,30

Elín Viðarsdóttir

42,83

9.10.2021

Rémi Spilliaert

Ægir

50m skriðsund

65-69

32,69

Kári Geirlaugsson

32,93

29.4.2016

Ásta Þóra Ólafsdóttir

Breiðablik

50m skriðsund

60-64

34,70

Ásta Þóra Ólafsdóttir

34,97

24.2.2023

 

Boðsund

 

Nafn

Lið

Grein

Aldursflokkur

Tími

Fyrra met

Tími

Sett

Peter, Julio, Leifur, Przemyslaw

Breiðablik

4x 50m skriðsund

120-159

1:41,45

Breiðablik

1:43,20

5.5.2023

Elín, Ásta Þóra, María Fanndal, Fríða

Breiðablik

4x 50m fjórsund

240-279

3:02,82

Breiðablik

3:32,33

4.5.2019

Elín, Einar, Ásta Þóra, Birgir

Breiðablik

4x 50m skriðsund

240-279

2:17,48

Breiðablik

2:43,64

6.5.2023

 

Til baka