Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarfrí á skrifstofu SSÍ- atburðardagatal og fleira

31.07.2023

Kæru félagar.

 

Þá er virkilega góðu sundári lokið með frábærum árangri sundfólksins okkar á HM50, Smáþjóðaleikum, EYOF, EMU og á NÆM sem gefur okkur byr undir báða vængi til að byrja spennt á nýju sundári 😊

Innilega til hamingju með ykkar fólk!

 

Áður en við hefjum nýtt og stórskemmtilegt sundár þá ætlar skrifstofa SSÍ í sumarfrí  til 1. september.

 

Ef þið þurfið nauðsynlegar upplýsingar fram að þeim tíma  þá er hægt að ná í Björn formann SSÍ  til 15.ágúst, þið náið í hann í síma 6969400 eða á bjorn@autotrade.is

 

Frá 15.ágúst er hægt að ná í  varaformann SSÍ Júlíu Þorvaldsdóttur þið náið í hana í síma 6996121 eða á julia1.thorvalds@gmail.com

 

 

Hér er hægt að sjá drög nr 2 af atburðardagatali fyrir næsta sundár, en það eru smávægilegar breytingar á því síðan við sendum fyrstu drög 16. júní s.l

 

Öll lágmörk fram að áramótum voru tilbúin sjá hér : http://www.sundsamband.is/sundmot/lagmork-og-vidmid/

 

Við biðjum ykkur að minna ykkar sundfólk og félaga á könnunina vegna AMÍ en hún er opin til 15. ágúst: https://forms.office.com/e/5tkaw4YY04

 

Einnig minnum við á fræðsludag þjálfara en það þarf að skrá sig fyrir 31.ágúst https://forms.office.com/e/5tkaw4YY04

 

 

Hafið það gott og gaman það sem eftir lifir af sumri og við hlökkum til að hitta ykkur í haust 😊

 

Til baka