Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður í 17. sæti á glæsilegu Íslandsmeti. Komst ekki inn í milliriðla.

27.07.2023

Þá er ljóst að Snæfríður Sól hefur lokið keppni á HM50 hér í Japan. Hún náði frábærum árangri í sínum greinum, tvíbætti Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi, vann sig í undanúrslit og endaði keppni í 14.sæti. 

Í 100 metra skriðsundi bætti hún einnig eigið Íslandsmet og synti svo umsund klukkutíma síðar þar sem hún synti einnig undir gamla metinu sínu. Hún lenti í 17.sæti í greininni, en til að ná inn í undanúrslit hefði hún þurft að synda 7/100 úr sekúndu hraðar. Það á hún svo sannarlega inni og við höldum áfram að fylgjast vel með Snæfríði Sól Jórunnardóttur í lauginni.

Myndina tók Hörður J. Oddfríðarson

Til baka