Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aldursflokkamet hjá Hólmari og Vala í úrslitum á EYOF

24.07.2023

Sundkeppnin á EYOF hófst í morgun og byrjaði sundfólkið okkar mjög vel.

Hólmar Grétarsson hélt áfram að bæta aldursflokkamet og í morgun bætti hann metið hans Viktors Forafonovs síðan 2002 um tæpa skúndu, hann synti 400m skriðsund á tímanum 4:08,86 en gamla metið var 4:09,53. Hann varð í 17 sæti í sundinu.

Vala Dís Cicero bætti tíma sinn í 100m skriðsundi, synti á 58,00 og er níunda inn í 16 manna úrslit í kvöld, sem er flottur árangur.

Mikið var um bætingar í morgun hjá sundfólkinu, Sólveig Freyja varð í 41 sæti á 1:01,33 í 100m skriðsundi þegar hún bætti tíma sinn. Magnús Viðar bætti tíma sinn í 400m skriðsundi 4:12,10 og varð í 27. sæti. Ylfa Lind synti 200m baksund á 2:26,36 og er það hennar þriðji besti tími í greininni, hún varð í 32 sæti.

 

Það verður virkilega gaman að fylgjast með úrslitum í dag þegar Vala syndir 100m skriðsund.

Hægt er að finna úrslit hér: https://eyof-maribor.com/urnik-tekmovanj/

Lifandi streymi hér : https://eoctv.org/live/

Myndir með frétt

Til baka