Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þrjú heimsmet voru sett í dag á HM í Fukuoka - Uppfært

23.07.2023

Þau Ariarne Titmus frá Ástralíu og Leon Marchand frá Frakklandi settu í dag sitthvort heimsmetið í einstaklingsgreinum og kvennasveit Ástralíu setti heimsmet í 4x100 metra boðsundi.

Leon Marchand sló elsta metið í bókinni í 400 metra fjórsundi og tekur það af Michael Phelps. Hann synti undir tíma á öllum 8 leggjunum og kom í mark á tímanum 4:02,50 mínútum. Sjá frétt World Aquatics hér.

Ariarne Titmus aftur á mót sló fjögurra mánaða gamalt met, sem Summer McIntosh átti, í 400 metra skriðsundi þegar hún kom í mark á tímanum 3:55,38 mínútum. Sjá frétt world Aquatics hér.

Kvennasveit Ástralíu kom svo í mark í 4x100 metra skriðsundi á tímanum 3:27,96 mínútum. Fyrra metið átti ástralska sveitin, en það var 3:29,69 sett á ÓL í Tokyo 2021. 

Myndirnar sem birtar eru hér koma af heimasíðu World Aquatics.

Myndir með frétt

Til baka