Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hluti tvö á NÆM 2023

08.07.2023

NÆM hélt áfram eftir hádegi í dag og lét árangur sundfólksins ekki á sér standa.

Hólmar Grétarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í 400m fjórsundi á tímanum 4:38,21sem er alveg við hans besta tíma. Þess má geta að Hólmar á afmæli í dag, eitt silfur og eitt gull á afmælisdaginn er frábært afrek. Vala Dís hélt áfram að bæta gullum í safnið sitt þegar hún sigraði í 200m skriðsundi og 100m flugsundi. Vala bætti sig í 100 flugsundi þegar hún synti á 1:03,44 en var nálægt sínum besta tíma í 200m skriðsundi.

Magnús Víðir Jónsson tryggði sér silfurverðlaun í 200m skriðsundi þegar hann synti alveg við sinn besta tíma á 1:58,34. Í sama sundi synti Björn Ingvi á tímanum 2:00,61 sem er alveg við hans besta tíma, hann varð í 9. sæti í sundinu.

Sólveig Freyja synti 400m fjórsund og bætti tíma sinn um tæpar 3 sekúndur, synti á 5:19,77 og varð 6. Hulda Björg varð í 16. sæti í 200m skriðsundi á tímanum 2:14,07 alveg við sinn besta tíma.

Ástrós Lovísa bætti sig í 100m baksundi þegar hún varð í sjötta sæti á tímanum 1:07,45

Stelpurnar tóku síðan þátt í 4x 100m skriðsundi og syntu á tímanum 4:07,56. 

Sveitina skipuðu þær Vala Dís,Hulda Björg, Sólveig Freyja og Ásdís.

 

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér:

IC Control LiveTiming - Nordic Age Group Championships 2023

Til baka